
3.3K
Downloads
20
Episodes
Hoobla PodCastið eru samræðuþættir sem snúa að sérfræðingum og stjórnendum, þar sem rætt er um allt það sem virkar best og verst í þeirra störfum, hvað hefur haft áhrif á þá og mótað þá og svo öllu því mannlega sem kemur upp í daglega lífinu. Þá er sérstök áhersla lögð á sjálfstætt starfandi sérfræðinga.
Episodes

Wednesday Dec 15, 2021
9# - Þórhildur Sveinsdóttir - Markþjálfi og iðjuþjálfi
Wednesday Dec 15, 2021
Wednesday Dec 15, 2021
Þórhildur Sveinsdóttir er markþjálfi og iðjuþjálfi sem styður fólk til að öðlast kjark og hugrekki til að ná markmiðum sínum. Harpa ræðir við Þórhildi um hvernig fólk öðlast kjark, hvernig er hægt að þjálfa sig í tilfinningagreind og sjálfsmeðvitund. Einnig var rætt hvernig tilfinningin að leiðast hefur áhrif á fólk, hvort þetta sé jákvæð eða neikvæð tilfinning.
Svo þar sem nú fer að líða að áramótum fórum við aðeins í að ræða markmiðasetningu fyrir nýtt ár, hvort það virki að setja sér slík markmið og hvernig megi gera það á árangursríkan hátt.
Takk fyrir virkilega einlægt og fróðlegt viðtal Þórhildur.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Dec 01, 2021
8# - Ingvar Bjarnason - Ráðgjafi á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni
Wednesday Dec 01, 2021
Wednesday Dec 01, 2021
Harpa ræðir við Ingvar Bjarnason, ráðgjafa á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni. Ingvar ræðir í þessu viðtali um tæknina sem er allt umlykjandi, í símunum og úrunum okkar, á heimilum og allsstaðar sem við komum. Hann hefur starfað innan tæknigeirans í fjöldamörg ár, hefur mikla reynslu úr heimi fjarskipta, stofnaði eigið fjarkiptafyrirtæki og í þessu viðtali fáum við aðeins að skyggnast inn í þennan heim.
Takk fyrir virkilega fróðlegt viðtal Ingvar.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Nov 17, 2021
7# Teitur H. Syen - Mannauðsráðgjafi
Wednesday Nov 17, 2021
Wednesday Nov 17, 2021
Harpa ræðir við Teit H. Syen, mannauðsstjóra Heklu og ráðgjafa hjá Ráðgjafi.is. Teitur hefur mikla reynslu sem mannauðsstjóri, hann ræðir á mannlegan hátt um þær áskoranir sem mannauðsfólki mætir, ræðir hvað hefur reynst best og hvernig og í hvaða tilfellum stjórnendur geta nýtt sér ráðgjöf og aðkeypta þjónustu mannauðssérfræðings/stjórnenda í málum sem snúa að mannauðnum. Teitur hefur t.d. aðstoðað fyrirtæki sem þurfa ekki á mannauðsstjóra að halda í fullu starfi við ráðningar, gerð starfslýsinga o.fl. til að stjórnendur sjálfir geti einbeitt sér að daglegum rekstri.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Nov 03, 2021
6# - Freyr Ólafsson - Stjórnendaráðgjafi
Wednesday Nov 03, 2021
Wednesday Nov 03, 2021
Freyr Ólafsson, stjórnendaráðgjafi, er gestur þáttarins. Hann og Harpa Magnúsdóttir ræða um helstu verkefni sem hann mætir sem ráðgjafi, hverjar helstu áskoranirnar eru í hans starfi og hvernig starf ráðgjafa er. Hann segir okkur frá sinni rútínu í daglega lífinu, hvernig hann tekur daginn snemma og sleppir samfélagsmiðlum fram yfir klukkan tólf á hádegi.
Freyr hefur starfað innan fjölmargra fyrirtækja og stofnana, er stöðugt að skoða hvað hann getur gert til að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu, leggur mikið upp úr að halda fókus í sínum verkefnum og vill hjálpa stjórnendum og sínum viðskiptum að ná góðum árangri og hjálpa þeim að sjá aðstæður í nýju ljósi og bæta og breyta.
Takk fyrir mjög fróðlegt spjall Freyr!
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Oct 27, 2021
5# - Sigga Kling - ,,Forstjóri í eigin lífi”
Wednesday Oct 27, 2021
Wednesday Oct 27, 2021
Siggu Kling þarf vart að kynna. Sigga hefur aðgað líf okkar Íslendinga í áraraðir með gleði, húmor og hamingju. Í þessu viðtali Hörpu Magnúsdóttur við Siggu Kling ræða þær m.a. saman um galdurinn á bak við góða þjónustu og hvað felst í orðinu ,,gestrisni", sem er eitthvað sem Sigga brennur fyrir. Sigga er svo sannarlega forstjóri í eigin lífi, elskar að koma fram en elskar ekki jafn mikið að vera í miklu fjölmenni án hlutverks. Við kynnumst hliðum á Siggu Kling sem við höfum ekki séð áður. S
igga er yndisleg og má segja að hún sé verndari Hoobla PodCastsins. Takk fyrir að vera fyrsti gestur Hoobla PodCastsins elsku Sigga.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Oct 13, 2021
4# - Íris Sigtryggsdóttir - Stjórnenda- og teymisþjálfi
Wednesday Oct 13, 2021
Wednesday Oct 13, 2021
Gestur þáttarins er Íris Sigtryggsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfari sem hjálpar leiðtogum, stjórnendum og teymum að ná árangri í lífi og starfi. Íris hefur reynslu sem stjórnandi bæði hérlendis og erlendis auk þess að hafa síðustu ár stutt við stjórnendur og teymi með stjórnenda- og markþjálfun og fræðslu í starfi sínu sem fræðslustjóri og sem sjálfstætt starfandi stjórnendaþjálfi (Executive Coach).
Hún hefur margþætta reynslu, lifir lífinu lifandi, hefur frá ótalmörgu að segja úr sínum störfum og starfi sínu með stjórnendum og má alveg segja að hún hefur tekið margar óvæntar og ævintýrlegar beygjur í lífinu. Íris kemur inn á allskyns góð ráð varðandi hvernig er gott að setja teymi saman, hvað ber að huga að þegar hluti teymis starfar í fjarvinnu, fer inn á hvernig megi bæta stjórnun og þjálfun stjórnenda o.fl. o.fl.
,,Margir stjórnendur gætu orðið frábærir stjórnendur með smá stuðningi"... og ,,flestir stjórnendur vilja vera góðir stjórnendur".
Íris fer yfir svo margt áhugavert í skemmtilegu spjalli.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Sep 29, 2021
3# Herdís Pála Pálsdóttir og ,,Völundarhús tækifæranna”
Wednesday Sep 29, 2021
Wednesday Sep 29, 2021
Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaðar mun verða með allt öðrum hætti en áður. Verkefnadrifna hagkerfið er á siglingu og giggurum mun fjölga. Í byrjun september gáfu Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi, og Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir út bókina Völundarhús tækifæranna, í kjölfar rannsóknar á þróun starfa og vinnumarkaðar. Í spjalli við Herdísi Pálu segir hún okkur frá hvernig hún viðheldur menntun sinni og þekkingu, hvernig vinnumarkaðurinn er að þróast, hvað er umhugsunarvert í þróuninni og hvaða framtíð við þurfum að búa okkur undir. Það var virkilega gaman að spjalla við hana um hennar reynslu, þekkingu og þessa áhugaverðu bók sem hún er meðhöfundur að.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Sep 15, 2021
#2 - Bjartur Guðmundsson - Æfingin skapar meistarann!
Wednesday Sep 15, 2021
Wednesday Sep 15, 2021
Bjartur Guðmundsson frá Optimized Performance segir frá hvaða aðferðum hann hefur beitt til að ná árangri í lífi og starfi. Hann hefur haldið yfir 300 námskeið og fyrirlestra við frábærar undirtektir. Þá hafa fleiri hundruð ánægðir einstaklingar sótt hin ýmsu námskeið hjá Bjarti enda skila Optimized aðferðirnar raunverulegum árangri. Bjartur er menntaður leikari frá Listaháskóla Íslands. Hugmyndin með Optimized var að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að hámarka frammistöðu, velgengni og vellíðan með því að virkja enn betur sterkasta afl manneskjunnar, tilfinningarnar. Bjartur býður upp á hin ýmsu námskeið í tilfinningastjórnun (e. State management) sem byggir meðal annars á jákvæðri sálfræði, taugasálfræði, atferlisfræði, Íþróttasálfræði, NLP og leiklist.
Í dag hefur Bjartur unnið með fjölda fólks sem spannar frá grunnskólanemum til stjórnenda stórra fyrirtækja við frábærar undirtektir. Bjartur hefur hjálpað fólki að vinna bug á sálrænum áskorunum eins og fóbíum, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, erfiðum áföllum, og lágu sjálfsmati. Á hinn pólinn hef hann hjálpað fólki við að taka velgengni og vellíðan upp á hærra plan með því að byggja upp enn öflugri viðhorf og bæta daglega líðan.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Sep 01, 2021
#1 Ragnheiður H. Magnúsdóttir - Stjórnendaráðgjafi og þjálfi
Wednesday Sep 01, 2021
Wednesday Sep 01, 2021
Harpa ræðir við Ragnheiði Hrefnu Magnúsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjálfa, um starfstitil hennar, Chief Disruption Officer og þau verkefni sem hún hefur verið að stýra. Við ræðum árangursríka stjórnendur og margt margt fleira.
Ragnheiður ræðir um stafræna þróun, þróun og framtíð starfa o.fl.
Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Ragnheiði. Ragnheiður hefur komið víða við í stjórnun og breytingastjórnun og gefur góð ráð sem geta verið stjórnendum gagnleg.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Monday Aug 23, 2021
Hoobla PodCast INTRO
Monday Aug 23, 2021
Monday Aug 23, 2021
Velkomin í Hoobla PodCastið!
Þáttastjórnandi er Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla.
Hér kemur stutt kynning á því sem koma skal.
Vonast er til að þættirnir hafi bæði lærdóms- og skemmtanagildi.
Hoobla ehf. er klasi sjálfstætt starfandi sérfræðinga, stjórnenda, ráðgjafa, fyrirlesara og stjórnenda- og markþjálfa sem eru tilbúnir til að taka að sér tímabundin verkefni. Hoobla PodCastir miðar að því að hafa fræðslu og skemmtanagildi. Kynna fyrir hlustendum ,,gigg" starfsumhverfið með því að ræða við ,,giggara", sem er fólk sem starfar verkefnabundið, og annað fólk sem hefur reynslu eða þekkingu sem á erindi við hlustendur.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...