
3.3K
Downloads
20
Episodes
Hoobla PodCastið eru samræðuþættir sem snúa að sérfræðingum og stjórnendum, þar sem rætt er um allt það sem virkar best og verst í þeirra störfum, hvað hefur haft áhrif á þá og mótað þá og svo öllu því mannlega sem kemur upp í daglega lífinu. Þá er sérstök áhersla lögð á sjálfstætt starfandi sérfræðinga.
Episodes

Wednesday Sep 15, 2021
#2 - Bjartur Guðmundsson - Æfingin skapar meistarann!
Wednesday Sep 15, 2021
Wednesday Sep 15, 2021
Bjartur Guðmundsson frá Optimized Performance segir frá hvaða aðferðum hann hefur beitt til að ná árangri í lífi og starfi. Hann hefur haldið yfir 300 námskeið og fyrirlestra við frábærar undirtektir. Þá hafa fleiri hundruð ánægðir einstaklingar sótt hin ýmsu námskeið hjá Bjarti enda skila Optimized aðferðirnar raunverulegum árangri. Bjartur er menntaður leikari frá Listaháskóla Íslands. Hugmyndin með Optimized var að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að hámarka frammistöðu, velgengni og vellíðan með því að virkja enn betur sterkasta afl manneskjunnar, tilfinningarnar. Bjartur býður upp á hin ýmsu námskeið í tilfinningastjórnun (e. State management) sem byggir meðal annars á jákvæðri sálfræði, taugasálfræði, atferlisfræði, Íþróttasálfræði, NLP og leiklist.
Í dag hefur Bjartur unnið með fjölda fólks sem spannar frá grunnskólanemum til stjórnenda stórra fyrirtækja við frábærar undirtektir. Bjartur hefur hjálpað fólki að vinna bug á sálrænum áskorunum eins og fóbíum, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, erfiðum áföllum, og lágu sjálfsmati. Á hinn pólinn hef hann hjálpað fólki við að taka velgengni og vellíðan upp á hærra plan með því að byggja upp enn öflugri viðhorf og bæta daglega líðan.
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.