
3.3K
Downloads
20
Episodes
Hoobla PodCastið eru samræðuþættir sem snúa að sérfræðingum og stjórnendum, þar sem rætt er um allt það sem virkar best og verst í þeirra störfum, hvað hefur haft áhrif á þá og mótað þá og svo öllu því mannlega sem kemur upp í daglega lífinu. Þá er sérstök áhersla lögð á sjálfstætt starfandi sérfræðinga.
Episodes

Wednesday Feb 23, 2022
14# - Kolbrún Magnúsdóttir, markþjálfi og mannauðssérfræðingur
Wednesday Feb 23, 2022
Wednesday Feb 23, 2022
Í þessum 14. þætti Hoobla PodCastsins ræðir Harpa við Kolbrúnu um hvernig það er að takast á við atvinnumissi, byrja að gigga sem sjálfstætt starfandi mannauðssérfræðingur, markþjálfunarnámið, markmiðasetningu og margt margt fleira.
Kolbrún hefur tekist á við ýmsar áskoranir, eins og við öll. Hún deilir með okkur hversu miklu máli jákvætt viðhorf og húmor skipta í lífi og starfi.
Covid hafði þau áhrif á atvinnurekstur Bláa Lónsins að hún missti starf sitt sem fræðslustjóri. Hún lýsir því hvernig það var að stökkva út í djúpu laugina og fara að starfa sjálfstætt í kjölfarið, sem var talsverð áskorun og hún fann klárlega fyrir ótta. En það er allt hægt ef maður er með jákvætt hugarfar og lætur óttann ekki stoppa sig.
Í þessu viðtali fáum við að kynnast Kolbrúnu og hennar reynslu!
Takk fyrir virkilega fróðlegt og einlægt viðtal Kolla.
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.