
3.3K
Downloads
20
Episodes
Hoobla PodCastið eru samræðuþættir sem snúa að sérfræðingum og stjórnendum, þar sem rætt er um allt það sem virkar best og verst í þeirra störfum, hvað hefur haft áhrif á þá og mótað þá og svo öllu því mannlega sem kemur upp í daglega lífinu. Þá er sérstök áhersla lögð á sjálfstætt starfandi sérfræðinga.
Episodes

Wednesday Apr 20, 2022
18# Ingibjörg Reynisdóttir, sölu- og þjónustuþjálfi, markþjálfi og leiðtogi að láni
Wednesday Apr 20, 2022
Wednesday Apr 20, 2022
Í þessum síðasta þætti fyrir sumarfrí ræðir Harpa við Ingibjörgu Reynis, sem er ein af reynslumestu sérfræðingum landsins á sviði sölu- og þjónustu. Hún hefur komið inn í fjölmörg fyrirtæki til að þjálfa fólk í að veita góða framlínuþjónustu og góða þjónustusvörun.
Það að búa til jákvæða upplifun viðskiptavina er það sem Ingibjörg brennur fyrir.
Í þættinum ræðir hún og gefur góð ráð um hvernig fyrirtæki geta endurhugsað þjónustu sína og veitt betri þjónustu.
Ef skapað er tilgangsríkt starfsumhverfi þar sem horft er til styrkleika fólks og því veitt jákvæð athygli og jákvæður stuðningur í að veita betri þjónustu, þá geta fyrirtæki náð að búa til meira traust og betri ímynd. Góð þjónusta býr til jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini og fyrir starfsmenn og styður við vöxt fyrirtækisins.
Við þökkum Ingibjörgu fyrir gott spjall.
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Apr 06, 2022
Jóhann Guðbjargarson, frumkvöðull, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO
Wednesday Apr 06, 2022
Wednesday Apr 06, 2022
Jóhann, eða Jói eins og hann kallar sig, stofnaði fyrirtæki sitt PLAIO árið 2021. PLAIO fékk væna fjármögnun í árslok 2021 og hefur nú tryggt sér fjármagn til að hægt sé að halda áfram með hugmyndina og byggja upp öflugt fyrirtæki. Hann lýsir þeirri vegferð sem hann hefur upplifað frá því hann fór af stað með hugmynd sína og gefur góð ráð varðandi hvernig er gott að komast áfram með góða hugmynd. Hann talar um mikilvægi teymisins og mikilvægi góðrar kynningar á hugmyndinni. Hann er talsmaður þess að fara út fyrir þægindarammann til að ná árangri í lífinu. Ef maður er stöðugt inni í þægindarammanum takmarkar maður möguleika sína.
Takk Jói fyrir mjög áhugavert spjall um vegferð nýsköpunarfyrirtækisins PLAIO.
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

Wednesday Mar 23, 2022
Wednesday Mar 23, 2022
Matti Ósvald er gestur Hörpu í þessum 16. þætti Hoobla PodCastsins. Hann hefur um áratugaskeið nýtt aðferðir heildrænna heilsufræða og markþjálfunar til að styðja við fólk á öllum stigum samfélagsins. Hann vinnur með einstaklingum og stjórnendum fyrirtækja. Hann vinnur með íþróttafélögum og heldur fyrirlestra auk þess sem hann hefur unnið um árabil með Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Viðtalið er einlægt og Matti deilir með okkur þeirri sýn sem hann hefur á lífið og tilveruna.
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is

Wednesday Mar 09, 2022
15# Agnar Kofoed-Hansen, stjórnendaráðgjafi á sviði fjármála og reksturs.
Wednesday Mar 09, 2022
Wednesday Mar 09, 2022
Í þessum 15. þætti Hoobla PodCastsins ræðir Harpa við Agnar Kofoed-Hansen.
Agnar hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu, hefur komið að rekstri fjölbreyttra fyrirtækja, setið í stjórnum og veitt stjórnendaráðgjöf. Agnar hafði meðal annars frumkvæði að stofnun fyrirtækjanna Greiðslumats, Upplýsingaþjónustunnar og fyrsta faktoring fyrirtækisins á Íslandi. Hann er frumkvöðull af lífi og sál.
Í dag situr hann í stjórnum tveggja sprotafyrirtækja, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Í þessum þætti segir hann okkur aðeins frá sinni reynslu, talar um vegferð sprotafyrirtækja, hvernig dauðadalurinn getur gert út af við sprotafyrirtæki og gefur ýmis góð ráð. Agnar talar um mikilvægi góðra fyrirmynda, við þurfum ekki að vera með minnimáttarkennd, fólk er bara fólk, verum hugrökk og ánægð með það sem við höfum. Gerum okkar besta! Höldum áfram og gefumst ekki upp!
Takk fyrir gott spjall Agnar!
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Feb 23, 2022
14# - Kolbrún Magnúsdóttir, markþjálfi og mannauðssérfræðingur
Wednesday Feb 23, 2022
Wednesday Feb 23, 2022
Í þessum 14. þætti Hoobla PodCastsins ræðir Harpa við Kolbrúnu um hvernig það er að takast á við atvinnumissi, byrja að gigga sem sjálfstætt starfandi mannauðssérfræðingur, markþjálfunarnámið, markmiðasetningu og margt margt fleira.
Kolbrún hefur tekist á við ýmsar áskoranir, eins og við öll. Hún deilir með okkur hversu miklu máli jákvætt viðhorf og húmor skipta í lífi og starfi.
Covid hafði þau áhrif á atvinnurekstur Bláa Lónsins að hún missti starf sitt sem fræðslustjóri. Hún lýsir því hvernig það var að stökkva út í djúpu laugina og fara að starfa sjálfstætt í kjölfarið, sem var talsverð áskorun og hún fann klárlega fyrir ótta. En það er allt hægt ef maður er með jákvætt hugarfar og lætur óttann ekki stoppa sig.
Í þessu viðtali fáum við að kynnast Kolbrúnu og hennar reynslu!
Takk fyrir virkilega fróðlegt og einlægt viðtal Kolla.
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Feb 09, 2022
13# Silla Páls ljósmyndari. Ljósmyndarinn sem fangar augnablikin
Wednesday Feb 09, 2022
Wednesday Feb 09, 2022
Silla Páls er ljósmyndari sem tekur allar gerðir ljósmynda.
Hún segir sjálf að hún sé svo þakklát fyrir að fá að vera með fólki á mikilvægum augnablikum í lífi þess.
Það er einstakt að fá að fanga mikilvæg augnablik í lífi fólks og deila tilfinningum þeirra á því augnabliki.
Það er kannski ekki síst því að þakka því að hún er næm fyrir persónuleika fólks, nær að fá fólk til að slappa af og þannig nær hún því besta fram í fólki og það sést á myndunum.
Silla hefur gert ýmislegt um ævina, verið á sjó, keyrt gröfu o.fl., en ljósmyndun er hennar ástríða.
Hún er ljósmyndari af lífi og sál!
Í þessu viðtali fáum við að kynnast Sillu og hennar reynslu! Takk fyrir gott spjall Silla.
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Jan 26, 2022
12# - Jón Kristinn Ragnarsson - Sérfræðingur í upplýsingaöryggi og áhættustjórnun
Wednesday Jan 26, 2022
Wednesday Jan 26, 2022
Jón Kristinn Ragnarsson er gestur þáttarins og ræðir við okkur um upplýsingaöryggi og áhættustjórnun. Nú um þessar mundir heyrum við með stuttu millibili að netárásir hafi verið gerðar á fyrirtæki og stofnanir, okkur finnst við vera berskjölduð og þeir aðilar sem gera þessar árásir virðast komast í gegnum varnir fyrirtækja sem við myndum telja að væru með belti og axlabönd þegar kemur að því að gæta gagnaöryggis.
Eru gögnin okkar örugg? Og hvað geta fyrirtæki gert til að tryggja öryggið? Eða er það yfir höfuð hægt?
Jón Kristinn svarar þessu og mörgu öðru í fróðlegu viðtali.
Hoobla Podcastið er rekið af Hoobla ehf., sem er ráðgjafafyrirtæki þar sem þú getur fundið fjölbreyttan hóp sjálfstætt starfandi sérfræðinga, ráðgjafa, stjórnenda, fyrirlesara, stjórnenda- og markþjálfa o.fl.
Hoobla er samfélag þar sem einstaklingar og fyrirtæki vinna saman að því að veita góða þjónustu til fyrirtækja og stofnana á Íslandi.
Hoobla Podcastið er í umsjón Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda Hoobla. Í PodCastinu ræðir Harpa við reynsluríkt fólk á ýsmum sviðum samfélagsins, reynda stjórnendur, fyrirlesara, stjórnenda- og markþjálfa og sérfræðinga sem eiga erindi við okkur öll og við getum lært af! Við hlökkum til að vinna með ykkur!
Nafnið Hoobla stendur fyrir gleði, hamingju, kæti og síðast en ekki síst…. HÚRRA!!!
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Jan 12, 2022
Wednesday Jan 12, 2022
Harpa Hermannsdóttir er fjármálastjóri að láni og starfar nú í litlu starfshlutfalli í nokkrum fyrirtækjum, sem getur verið einkar heppilegt fyrir smærri fyrirtæki sem þurfa ekki á fjármálastjóra að halda í 100% starfshlutfalli. Þá geta fyrirtæki fengið fjármálastjóra að láni til að hafa fjármálastjórnunina faglega og til að hafa betri yfirsýn yfir fjármálin.
Harpa hefur mikla reynslu, starfaði hjá Kaupþing banka fyrir hrun og í skilanefnd bankans eftir hrun. Hún starfaði hjá WOW Air og í þrotabúi WOW Air, þannig að það er margt sem Harpa hefur upplifað og reynt í sínum störfum í gegnum tíðina.
Við ræddum þetta allt og hvernig Harpa leiddist út í fjármál. Einnig gaf Harpa okkur góð ráð varðandi fjármálin.
Takk fyrir virkilega skemmtilegt og fróðlegt viðtal Harpa!
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
- Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Jan 05, 2022
Wednesday Jan 05, 2022



Virkilega gaman að koma í stúdíóið og ræða við Ragnhildi í hljómsveitinni Flott.
Þáttinn má nálgast á helstu streymisveitum
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
-Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

Wednesday Dec 29, 2021
10# - Helga Dögg Björgvinsdóttir - Markaðsráðgjafi og kvenréttindakona
Wednesday Dec 29, 2021
Wednesday Dec 29, 2021
Í þessum áramótaþætti ræðir Harpa við Helgu Dögg Björgvinsdóttir um markaðsmálin, tæknina sem hefur áhrif á hvernig við hugsum markaðsmálin, hvernig markaðsöflin hafa áhrif á nánast allt sem við gerum og hvað fyrirtæki þurfa að hugsa út í þegar fyrirtæki eru að hefja rekstur og eru að hugsa um markaðssetningu. Við áttum mjög fróðlegt spjall um jafnréttismálin, hvernig staða drengja er innan skólakerfisins, hvernig fyrirmyndir og líkamskömm hefur áhrif á okkur og margt margt fleira.
Áramótagestur er Sigga Kling, sem kemur með sýn á hverju við getum búist við á nýju ári.
Gleðilegt nýtt ár!!!
- Spotify: https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw
-Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ
⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is
-Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla
- Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial
- Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic...
-Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...